Mbl.is sendir út leik Wales og Íslands

Gylfi Þór Sigurðsson verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í …
Gylfi Þór Sigurðsson verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í Wales í kvöld. mbl.is/Eva Björk

Vináttulandsleikur Wales og Íslands sem hefst  á Cardiff City Stadium í kvöld og hefst klukkan 19.45 verður streymt í gegnum mbl.is með góðfúslegu leyfi Skjásports sem einnig sendir út leikinn í gegnum sitt kerfi. 

Lesendur mbl.is geta því fylgst með þessum fyrsta A-landsleik Íslands á þessu ári í beinni útsendingu frá fyrstu mínútu en leiknum lýsa þeir Adolf Ingi Erlingsson og Guðjón Þórðarson. 

Opnað verður fyrir útsendinguna klukkan 19.35.

Bein útsending.

Með leiknum hefst formlega undirbúningur íslenska landsliðsins fyrir undankeppni Evrópumeistaramótsins sem haldið verður í Frakklandi árið 2016, en undankeppnin hefst haust.

Byrjunarlið Íslands í leiknum í Wales:

Markvörður:

Hannes Þór Halldórsson

Bakverðir:

Theódór Elmar Bjarnason
Ari Freyr Skúlason

Miðverðir:

Ragnar Sigurðsson
Kári Árnason

Tengiliðir

Aron Einar Gunnarsson (fyrirliði)
Gylfi Þór Sigurðsson

Kantmenn

Jóhann Berg Guðmundsson
Emil Hallfreðsson

Framherjar

Alfreð Finnbogason
Kolbeinn Sigþórsson

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert