Silfurskeiðin mætir í jarðarför Miðjunnar

Stjörnumenn enduðu í fjórða sætinu í fyrra eftir frekar erfitt tímabil þar sem þeim tókst ekki að fylgja eftir frábæru ári 2014 þegar þeir urðu svo óvænt Íslandsmeistarar karla í knattspyrnu. Þeir áttu hinsvegar afar góðan endasprett sem skilaði þeim betra sæti en útlit var fyrir allt sumarið.

Mbl.is brá sér í Garðabæinn og ræddi við varnarmanninn þrautreynda Daníel Laxdal og stuðningsmanninn gallharða Björn Má Ólafsson. 

Sá síðarnefndi skefur ekkert utan af hlutunum þegar hann segir að Silfurskeiðin muni mæta í jarðarför Miðjunnar, og á þar við stuðningsmenn KR. Björn á von á því að Stjarnan sé búin að jafna sig eftir millibilsástandið í fyrra en viðurkennir að árið 2014 hafi verið eitt stórt ævintýri.

Daníel er feginn að löngu undirbúningstímabili skuli vera lokið. Hann segir að breiddin í liðinu sé mun meiri en áður, enda hafi liðið fengið frábæra leikmenn í hópinn og þeir ætli sér að berjast um titilinn á ný og komast aftur í Evrópukeppni.

Meira í meðfylgjandi myndskeiði.

Valur: Snýst ekki um kaffi og kleinur í ár.
Fjölnir: Í Fjölni eru allir stjörnur.
ÍA: ÍA er eins og fasteignaverðið.
Fylkir
: Hemmi er enginn vitleysingur.
Víkingur R.
: Tilbúinn til að hjálpa þjálfaranum.

ÍBV. - Finna von­andi gell­ur í Eyj­um
Vík­ing­ur Ólafs­vík
 - Vill að Vík­ingsliðin spili um nafnið .

Þrótt­ur Reykja­vík - Vinn­um FH og end­um í fjórða sæti.

Silfurskeiðin setur mikinn svip á leiki Stjörnunnar.
Silfurskeiðin setur mikinn svip á leiki Stjörnunnar. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert