Efast um að grasið standist reglur

Barátta í Kórnum í gærkvöld þegar HK og KR skildu …
Barátta í Kórnum í gærkvöld þegar HK og KR skildu jöfn, 1:1. mbl.is/Árni Sæberg

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var nokkuð ósáttur í gærkvöld við ástandið á gervigrasinu í Kórnum, sem hann taldi komið til ára sinna. 

Rúnar sagði í viðtali eftir jafnteflisleik HK og KR, 1:1, í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld að boltinn hefði skoppað meira en sér hefði þótt eðlilegra og erfitt hefði verið að hemja hann og ná niður á jörðina. „Maður hefur vissar efasemdir um hvort að þetta uppfylli allar reglur og reglugerðir sem gerðar eru til þessara valla,“ segir Rúnar.

Hann bætir við að leikurinn hafi verið erfiður fyrir sitt lið, þar sem þeim hafi þótt erfitt að halda boltanum á jörðinni. „Þetta var aðeins erfiðara en kannski á gervigrasvöllunum sem eru utandyra, sem eru með töluvert nýrra grasi en þetta hér,“ sagði Rúnar.

-Er þá kominn tími til að skipta um grasið hérna? 

„Ég tel það deginum ljósara að þetta gras sé nánast ónýtt. Það er samt hægt að spila fótbolta á þessu og æfa á þessu, og menn grenja ekki yfir því að vera með gervigras og höll, en ég efast stórlega um að ef þetta yrði tekið út, að það myndi standast reglugerðir,“  segir Rúnar, sem ítrekaði þó að úrslit leiksins hefðu ekki ráðist á aðstæðunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Birgir Örn Guðjónsson: KR
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert