„Við sýndum mikinn karakter“

Selma Dögg Björgvinsdóttir (nr 10)
Selma Dögg Björgvinsdóttir (nr 10) mbl.is/Eyþór

„Þetta var kaflaskiptur leikur en við áttum fínan dag, Þór/KA er mjög gott lið en við erum svekktar að hafa tapað í dag“. Sagði Selma Dögg í viðtali við mbl.is í leikslok.

„Við sýndum mikinn karakter eftir 7:2 tap í síðasta leik yfir í jafnan leik við mjög gott lið. Við sköpum okkur mun fleiri færi en Þór/KA og það er í raun færanýtingin sem skilur liðin að í dag“.

Birta Guðlaugsdóttir stóð í marki Víkinga vegna meiðsla Kötlu Sveinbjörnsdóttur og Selma Dögg var mjög ánægð með frammistöðu Birtu sem hefur ekki æft með liðinu í langan tíma.

Shaina Ashouri skoraði mark Víkings í dag
Shaina Ashouri skoraði mark Víkings í dag mbl.is/Eyþór

„Birta æfði með okkur örlítið um jólin og flaug heim í nótt og spilaði eins og hún væri búin að vera með okkur lengi“.

Víkingar eru með fjögur stig eftir jafnmarga leiki í deildinni, Selma segir frammistöðuna á tímabilinu heilt yfir góða en er ósátt við stigasöfnunina.

„Ég get ekki sagt að við séum sáttar en ég er stolt af liðinu mínu. Við gerðum breytingar á liðinu og leikmennirnir sem komu inn í liðið stóðu sig vel, við vorum yfirvegaðar og spiluðum mun betur en á móti Val þannig að við getum verið sáttar með frammistöðuna en ekki úrslitin“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert