Pirlo: Þýskaland mun geta skapað sér færi

Ítalir mæta Þjóðverjum í undanúrslitum Evrópumótsins í fótbolta á morgun og Andrea Pirlo býst þar við mun erfiðari leik en í átta liða úrslitunum gegn Englandi.

„Við munum nálgast leikinn gegn Þýskalandi á sama hátt og gegn Englandi,“ segir Pirlo sem gefur ekki mikið fyrir frammistöðu Englands í átta liða úrslitunum.

„Ólíkt Englandi þá mun þýska liðið geta skapað sér marktækifæri gegn vörninni okkar. England spilaði mjög varfærinn leik.

Enska liðið sat til baka allan leikinn eins og Chelsea gerði í Meistaradeildinni. Að komast í vítaspyrnukeppnina voru góð úrslit fyrir Englendingana,“ segir Andrea Pirlo.

Pirlo skoraði glæsilega úr sinni vítaspyrnu gegn Englandi.
Pirlo skoraði glæsilega úr sinni vítaspyrnu gegn Englandi. AFP
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 19. MAÍ

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 19. MAÍ

Útsláttarkeppnin