EM: Íslendingar með eitt besta sóknarliðið og komast áfram

Snorri Steinn Guðjónsson, Alexander Petersson og Róbert Gunnarsson fagna marki …
Snorri Steinn Guðjónsson, Alexander Petersson og Róbert Gunnarsson fagna marki gegn Króatíu í Vín. mbl.is/Kristinn

,,Mín tilfinning er sú að Íslendingar hafi betur á móti Norðmönnum og komist þar með í undanúrslitin," sagði Bent Nygård, handboltasérfræðingur á dönsku sjónvarpsstöðunni TV 2, í samtali við mbl.is í morgun. Nygård hefur fylgst með öllum leikjum Íslands á Evrópumótinu en hann lýsir leikjum danska liðsins á mótinu.

,,Það eina sem gæti komið í veg fyrir íslenskan sigur er markvarslan. Steinar Ege er að mínu mati betri markvörður en Gústavsson. Hins vegar er íslenska liðið betra en það norska á flestum sviðum og sérstaklega í sókninni. Ég held svona heilt yfir að Ísland sé eitt besta sóknarliðið í allri keppninni,“ sagði Nygård sem á árum áður þjálfaði karlalið Fram í handbolta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert