Danir í úrslitaleiknum á EM

Komast strákarnir hans Dags Sigurðssonar í úrslitaleikinn?
Komast strákarnir hans Dags Sigurðssonar í úrslitaleikinn? AFP

Danir taka þátt í úrslitaleiknum á Evrópumótinu í handknattleik í Póllandi en úrslitin ráðast á sunnudaginn.

Dómaranefnd evrópska handknattleikssambandsins hefur ákveðið að dönsku dómararnir Mads Hansen og Martin Gjeding munu dæma úrslitaleikinn.

Það ræðst í kvöld hvaða lið leika til úrslita á Evrópumótinu í Póllandi en undanúrslitaleikirnir fara fram í dag og í kvöld.

Klukkan 17.30 mætast Þýskaland og Noregur og klukkan 20 Spánn og Króatía.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert