Mark Hughes: Get varla beðið eftir því að sjá markið aftur

Leikmenn Blackburn fagna sigrinum á Arsenal í kvöld.
Leikmenn Blackburn fagna sigrinum á Arsenal í kvöld. Reuters

Mark Hughes knattspyrnustjóri Blackburn var að vonum ánægður með sigur sinna manna á Arsenal í kvöld en Benni McCarthy tryggði Blackburn farseðilinn í 8-liða úrslit bikarkeppninnar þegar hann skoraði eina mark leiksins á 83. mínútu leiksins.

,,Svona glæsimark verðskuldar að vinna hvaða leik sem er og ég get varla beðið eftir því að sjá það aftur. Benni er heimsklassaleikmaður sem hefur reynst okkur ákaflega vel. Okkur hefur gengið vel á móti Manchester City og hlökkum til að mæta þeim í 8-liða úrslitunum," sagði Hughes.

,,Það var súrt að tapa þessum leik því við vorum aldrei undir nokkurri pressu en sjálfir fengum við nokkur góð færi en nýttum þau því miður ekki. Fyrir mér átti var þetta ekkert annað en vítaspyrna þegar Ljungberg var felldur í teignum," sagði Arsena Wenger, stjóri Arsenal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert