Hermann með mark fyrir Portsmouth í 7:4 sigri á Reading

Emmanuel Adebayor og félagar í Arsenal hafa farið vel af …
Emmanuel Adebayor og félagar í Arsenal hafa farið vel af stað í haust. Reuters

Sex leikir hófust í ensku úrvalsdeildinni klukkan 14.00 og var fylgst með gangi mála hér á mbl.is. Arsenal vann góðan útisigur á West Ham, 1:0, og er áfram efst og Hermann Hreiðarsson skoraði í ótrúlegum sigri Portsmouth á Reading, 7:4.

West Ham - Arsenal 0:1

Robin van Persie kom Arsenal yfir á 13. mínútu.

Portsmouth - Reading 7:4

Benjani Mwaruwari kom Portsmouth yfir á 8. mínútu og skoraði aftur á 37. mínútum, 2:0. Stephen Hunt minnkaði muninn fyrir Reading á 45. mínútu, 2:1.

Dave Kitson jafnaði fyrir Reading, 2:2, á 48. mínútu en Hermann Hreiðarsson kom Portsmouth í 3:2 á 55. mínútu. Mwaruwari náði þrennunni og kom Portsmouth í 4:2 á 70. mínútu. Nico Kranjcar bætti við marki á 77. mínútu, 5:2. Shane Long svaraði fyrir Reading, 5:3, en Sean Davis kom Portsmouth í 6:3. Sulley Ali Muntari bætti við marki Portsmouth í lokin, 7:3. Nicky Shorey átti lokaorðið fyrir Reading í ótrúlegum leik, 7:4.

Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson eru báðir í byrjunarliði Reading í dag og Hermann Hreiðarsson er í liði Portsmouth.

Chelsea - Fulham 0:0

Derby - Bolton 1:1

Kevin Miller kom Derby yfir á 19. mínútu en Nicolas Anelka jafnaði fyrir Bolton á 31. mínútu.

Sunderland - Blackburn 1:2

David Bentley kom Blackburn yfir á 53. mínútu og Roque Santa Cruz bætti við marki, 0:2, á 55. mínútu. Grant Leadbitter minnkaði muninn fyrir Sunderland.

Wigan - Liverpool 0:1

Yossi Benayoun kom Liverpool yfir á 74. mínútu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert