Fékk glæpamann til að hjálpa Gerrard

Steven Gerrard fékk hjálp úr undirheimum Liverpool þegar honum var …
Steven Gerrard fékk hjálp úr undirheimum Liverpool þegar honum var ógnað. Reuters

Paul Gerrard, faðir knattspyrnustjörnunnar Stevens Gerrards, upplýsti í réttarhöldum í gær að hann hefði leitað aðstoðar hjá þekktum manni úr undirheimum Liverpoolborgar til að stöðva ofsóknir á hendur syni sínum fyrir sjö árum. Gerrard hafði þá ítrekað verið hótað líkamsmeiðingum.

Upplýsingarnar koma fram í bréfi sem Paul Gerrard lagði fram í réttarhöldum yfir John Kinsella, sem er ákærður fyrir þátttöku í ráni. Þar sagði m.a. að alræmdur afbrotamaður í Liverpoolborg, þekktur undir nafninu "Psycho", hafi ítrekað hótað Steven Gerrard, krafist peninga af honum, annars yrði hann skotinn í fæturna. Bifreið sonar síns hefði verið eyðilögð og honum veitt eftirför á heimleið af æfingum.

„Vinur okkar kynnti okkur fyrir John Kinsella, sem fullvissaði mig og fjölskyldu mína um að hann myndi binda endi á martröð okkar. Við höfum aldrei frá þeim tíma orðið fyrir neinu áreiti úr undirheimum Liverpool og við Steven berum mikla virðingu fyrir John," sagði í bréfinu frá Paul Gerrard.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert