Luton hefur leik með 30 stig í mínus

Ekki ástæða til að fagna í Luton.
Ekki ástæða til að fagna í Luton. Reuters

Luton Town, sem leikur í fjórðu deildinni ensku, munu hefja leik núna í ágúst með 30 stig í mínus. Félagið tapaði áfrýjun sinni fyrir dómstólum í dag vegna þessa máls.

Luton áfrýjaði úrskurði knattspyrnusambandsins um að það fengi 10 mínusstig fyrir fjármálaóreyði, en tapaði málinu. Þessari sekt var skellt á liði á dögunum þegar kom í ljós að það hafði greitt umboðsmanni í gengum þriðja aðila í stað þess að nota peningana til að greiða ógreidda reikninga.

Áður hafði enska deildin ákveðið að  liðið fengi 20 mínusstig vegna greiðslustöðvunar sem setja varð félagið í um tíma síðasta vetur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert