Cristiano Ronaldo eignast vörumerkið CR9

Ronaldo í búningi númer 7 hjá Manchester United.
Ronaldo í búningi númer 7 hjá Manchester United. Reuters

Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, hefur fengið skráð nýtt vörumerki í heimalandi sínu Portúgal, sem gefur í skyn að hann sé á leiðinni til Real Madrid.

Vörumerkið er CR9, en fyrir á Ronaldo vörumerkið CR7, en hann leikur í treyju númer 7 hjá Manchester United.

Real Madrid hefur lofað þessum besta knattspyrnumanni heims að fá hina frægu treyju nr. 9, ef hann kemur til félagsins, en Ronaldo hefur sagst ætla að vera hluti af framtíð Manchester um ókomin ár og kveðið allar sögusagnir í kútinn.

Í skráningu vörumerkisins kemur fram að merkið verði notað fyrir merkjavörur eða nafn á veitingastað/bar.

Hvort Ronaldo sé á leiðinni til Real, eða sé að fá nýja treyju hjá United skal ósagt látið, en ljóst er að hringavitleysan varðandi framtíð leikmannsins er hvergi nærri búin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert