Mark Hughes: Augu allra eru á City

Mark Hughes, fyrir miðju, ásamt Kolo Toure og aðstoðarmanni sínum, …
Mark Hughes, fyrir miðju, ásamt Kolo Toure og aðstoðarmanni sínum, Mark Bowen. Reuters

Mark Hughes knattspyrnustjóri Manchester City segist gera sér grein fyrir því að augu knattspyrnuáhugamanna út um víða veröld muni verða á liði sínu í dag þegar það hefur keppni í ensku úrvalsdeildinni með útileik á móti Blackburn. City er orðið eitt ríkasta félag í heimi. Það hefur sankað að sér leikmönnum í sumar og margir bíða spenntir að sjá hvernig til tekst hjá Hughes.

,,Það er mikill áhugi á okkar liði. Það er margir sem vona og vilja að okkur vegni vel en þeir eru jafnmargir sem vonast eftir því okkur gangi illa. Fólk sem er neikvætt út í það sem við erum að gera er oft háværast en svo eru líka margir spenntir og langar að vita hvað við erum að gera,“ segir Hughes.

,,Það er mikil spenna og eftirvænting í okkar herbúðum og vonandi náum við góðum leik á móti Blackburn. Ég veit að það verður erfiður leikur,“ segir Hughes sem var áður við stjórnvölinn hjá Blackburn.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert