Vieira: Við getum unnið deildina

Patrick Vieira í æfingagalla Manchester City á Manchester Stadium í …
Patrick Vieira í æfingagalla Manchester City á Manchester Stadium í dag. www.mcfc.co.uk

,,Við ættum ekki að vera hræddir við að segja að við erum með nógu gott lið til að verða Englandsmeistari," segir Patrick Vieira í viðtali sem er birt við hann á vef Manchester City en Frakkinn gekk í raðir félagsins í dag frá Ítalíumeisturum Inter.

,,Leikmannahópurinn er troðfullur af hæfileikum og þess vegna segi ég að metnaðurinn eigi að vera mikil. Eitt árið hjá Arsenal urðum við meistarar þrátt fyrir að vera 15 stigum frá efsta sætinu um jólaleytið. Það er allt mögulegt,“ segir Vieira, sem er 33 ára gamall, og lék í níu ár með Arsenal áður en hann hélt til Ítalíu þar sem hann lék með Juventus í eitt ár og hefur síðan verið í herbúðum Inter í fjögur ár.

,,Ég kom aftur til Englands vegna þess að ég held að City sé frábær klúbbur sem hefur mikinn metna. Ét á mér enn drauma í fótboltanum og er sá að vinna Englandsmeistaratitilinn á ný og eitthvað fleira,“ segir Vieira sem verður í keppnistreyju númer 24 hjá félaginu. Hann varð þrisvar sinnum Englandsmeistari með Arsenal og fjórum sinnum bikarmeistari.

,,Ég er hingað kominn til að færa félaginu eitthvað. Ég tel mig eiga margt   fram að færa og ég tel liðið nægilega sterkt til að vinna titla,“ segir Vieira en Manchester City er sem stendur í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar, 10 stigum á eftir toppliði Chelsea, er komið í undanúrslit í deildabikarnum og í 4. umferð ensku bikarkeppninnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert