Wenger: Arshavin óánægður

Rússinn smávaxni hefur lítið komið við sögu.
Rússinn smávaxni hefur lítið komið við sögu. AFP

Rússneski framherjinn Andrei Arshavin fær líklega tækifæri í byrjunarliði Arsenal í kvöld þegar liðið mætir Coventry í enska deildabikarnum en Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, viðurkennir að Rússinn sé afar pirraður yfir hversu lítið hann fær að spila.

Arshavin hefur aðeins komið einu sinni inn á sem varamaður fyrir Arsenal á tímabilinu en fær þó líklega að spreyta sig gegn Coventry í kvöld.

„Hann er óánægður því hann fær ekkert að spila. Hann elskar samt fótbolta og æfir af fullum krafti. Ég mun glaður gefa honum mínútur á miðvikudagskvöldið,“ segir Arsene Wenger.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert