Southampton skiptir óvænt um stjóra

Nigel Adkins hefur verið rekinn.
Nigel Adkins hefur verið rekinn. AFP

Nýliðar Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hafa ákveðið að reka knattspyrnustjórann Nigel Adkins. Argentínumaðurinn Mauricio Pochettino hefur verið ráðinn í hans stað.

Adkins tók við Southampton árið 2010 og kom liðinu upp um tvær deildir á tveimur árum. Lið er í dag 48 sætum ofar í deildakeppninni en það var þegar hann tók við því sem C-deildar liði.

Stjóraskiptin koma í kjölfarið á 2:2-jafntefli Southampton við Chelsea á Stamford Bridge á miðvikudag og 1:0-útisigurs á Aston Villa um síðustu helgi, og því ansi óvænt. Nýliðarnir eru í 15. sæti úrvalsdeildarinnar, þremur stigum frá fallsæti.

Pochettino er fertugur, fyrrverandi landsliðsmaður Argentínu, en hann stýrði síðast liði Espanyol. Þaðan var hann rekinn í nóvember síðastliðnum þegar liðið hafði aðeins fengið 9 stig í fyrstu 13 leikjum sínum. Espanyol er jafnframt eina liðið esem Pochettino hefur stýrt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert