Niðurstaða í máli Buttons í vikunni

Jenson Button við keppnisbrautina í Sjanghæ í Kína í dag.
Jenson Button við keppnisbrautina í Sjanghæ í Kína í dag. mbl.is/barf1

BAR og Williams hefur tekist að fá samningsréttarráð formúlunnar, sem er með aðsetur í Genf í Sviss, til að leiða deiluna um réttarstöðu Jensons Button til lyktar í þessari viku.

Í síðustu viku var málsmeðferðinni frestað þar til í lok október en nú hafa lögmennirnir þrír sem mynda ráðið ákveðið að koma saman á miðvikudaginn kemur.

Fara þá vitnaleiðslur fram í málinu sem snýst um það hvort Button keppi með BAR eða Williams á næsta ári. Vonast er til að ráðið birti svo niðurstöðu sína þremur dögum seinna, eða um næstu helgi. Ber það þá upp á sama tíma og Kínakappaksturinn í Sjanghæ fer fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert