Button segir slæma ráðgjafa hafa skaðað orðspor sitt

Vel fór á með Jensen Button pg BAR-stjóranum David Richards …
Vel fór á með Jensen Button pg BAR-stjóranum David Richards í bílskúr liðsins í Sao Paulo í gær. ap

Jenson Button segist óhress með hvernig umboðsmenn sínir hafi haldið á samningum sínum við Williams í sumar en tilraunir hans til að komast til Williamsliðsins á næsta ári fóru út um þúfur.

Orðspor Button kann að hafa skaðast vegna málsins en fjölmiðlar í heimalandinu sökuðu hann í risafyrirsögnum um „óhollustu“ og „liðhlaup“.

„Ég held mér hafi verið ráðlagt nokkuð ranglega, ekki bara af einum aðila heldur hópi manna,“ sagði Button á blaðamannafundi í Sao Paulo í gær. Reyndi Button að endurreisa brotnar brýr með því að heita BAR-liðinu fyllstu hollustu á næsta ári.

Eftir fundinn hitti hann liðsstjórann David Richards og fór vel á með þeim frammi fyrir blaðamönnum og ljósmyndurum. Richards sagði sömuleiðis að Button myndi njóta fyllsta trausts og stuðnings á næsta ári. Útilokaði hann einhverja samninga sem gera myndu honum kleift að fara til Williams á næsta ári. Sagðist hann hafa gert Frank Williams það ljóst þegar í sumar er þrætan um þjónustu Buttons fór af stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert