McLaren endurreist Kovalainen

Kovalainen í Sepang.
Kovalainen í Sepang. ap

McLarenliðið hefur endurreist sjálfstraust Heikki Kovalainen og gert úr honum ökumann sem veitt getur liðsfélaganum Lewis Hamilton harða keppni út vertíðina, segir Ron Dennis, liðsstjóri McLaren.

„Heikki var kerfisbundið brotinn niður í fyrra og við höfum kerfisbundið tjaslað honum aftur saman,“ segir Dennis við breska blaðið  Daily Telegraph. „Bíðið eins og þrjú mót enn og hann mun verða Lewis virkilega erfiður.

Lewis veit af þessu og þeir eru ánægðir og grínast með þetta. Ég vona að þeim lyndi áfram saman eftir að þeir fara að slást innbyrðis,“ segir Dennis. Hann segir að Kovalainen hafi verið búinn að glata áhuga er hann kom til McLaren og hafi notið rangrar leiðsagnar varðandi líkamsæfingar í fyrra.

Kovalainen hafði sætaskipti við Fernando Alonso sem hélt til síns gamla liðs, Renault, eftir skamma veru hjá McLaren. Köldu andaði milli heimsmeistarans frá 2005 og 2006 og Hamiltons.

Háðu þeir harða innbyrðis keppni árið út og voru jafnir að stigum þegar upp var staðið , einu á eftir Kimi Räikkönen hjá McLaren.

Kovalainen átti brösugt í fyrra enda Renaultinn ekki samkeppnisfær. Upp úr stendur frammistaða hans í japanska kappakstrinum þar sem hann varð annar á eftir Hamilton í úrhelli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert