Alonso: Stöðugleiki lykillinn að titlinum

Stuðningsmenn Ferrari í Monza voru ánægðir með Alonso.
Stuðningsmenn Ferrari í Monza voru ánægðir með Alonso. reuters

Fernando Alonso segir sigurinn í ítalska kappakstrinum í Monza í dag vera gríðarlega hvatningu fyrir sig og Ferrari fyrir lokasprett keppninnar um heimsmeistaratitla ökuþóra og bílsmiða.

Hann segir þó að liðið þurfi að sýna meiri stöðugleika í keppni og bætir við, að það verði lykillinn að titlunum.

Hálfum mánuði eftir að hafa fallið úr leik í Spa eftir hörmungar keppni, vann Alonso ráspól í Monza og síðar sigur, eftir að hafa unnið sig fram úr Jenson Button í dekkjastoppi.

„Úrslitin auka okkur sjálfstrausts og eru góð hvatning fyrir liðið allt. Við munum áfram leggja hart að okkur og reyna að gefast ekki upp - eitt mót getur breytt miklu á stigatöflunni í titilkeppninni.

Þessi helgi var góð, helgin í Spa var slæm - við þurfum á stöðugleika að halda í síðustu fimm mótunum. Það verður lykillinn í þeim mikilvægu mótum sem eftir eru.

Við þurfum því að njóta þessa árangurs í kvöld, skemmta okkur næstu tvo daga en þá verðum við í Maranello að þakka mannskapnum,“ sagði Alonso.

Alonso mátti sætta sig við að vera í skottinu á Button fyrstu 36 hringina af 53 eftir að missa hann fram úr sér í ræsingunni og tapa fyrir honum í keppninni um fyrstu beygjuna.

Hann ók hins vegar hring lengur áður en hann skipti um dekk og náði með því forystunni af Button. Hann sagði þjónustusveit Ferrari eiga sérstakar þakkir skildar fyrir starf sitt í stoppinu.

„Við vorum að velta því fyrir okkur hvenær við skyldum stoppa. Þegar við sáum Jenson skjótast inn hafði ég hring til að knýja bílinn áfram og leggja traust allt mitt á vélvirkjana. Ég held hringurinn hafi verið í lagi, ekkert sérstakur, en stoppið tókst stórkostlega.“

Alonso sagði að það væri gríðarlega tilfinningaþrungin reynslustund að vinna heimakappakstur Ferrari á fyrsta ári með liðinu. „Ég get einungis jafnað því við að vinna minn fyrsta sigur á heimavelli, í Barcelona 2006. Það var einstök stund og þessi sigur er einstök upplifun einnig. Tilfinningin var stórkostleg,“ sagði hann.

Alonso hrósar sigri í Monza.
Alonso hrósar sigri í Monza. reutres
Alonso fagnar sigri í Monza.
Alonso fagnar sigri í Monza. reutes
Rautt haf af stuðningsmönnum Ferrari við verðlaunapallinn í Monza í …
Rautt haf af stuðningsmönnum Ferrari við verðlaunapallinn í Monza í dag. reuters
Alonso segir einstaka tilfinningu fylgja því að vinna heimsigur fyrir …
Alonso segir einstaka tilfinningu fylgja því að vinna heimsigur fyrir Ferrari á fyrsta ári með liðinu. reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert