Räikkönen hraðskreiðastur á fyrstu æfingu

Kimi Räikkönen gat vart hafið endurkomu sína í formúlu-1 betur en í dag er hann ók hraðast við fyrstu bílprófanir ársins. Besti hringur hans var betri en nokkur æfingahringur í Jerezbrautinni allt síðastliðið ár.

Heimsmeistarinn frá 2007 var hraðskreiðastur frá byrjun og var aldrei á æfingunni velt úr fyrsta sæti.  Næst fljótastur varð Skotinn Paul di Resta hjá Force India sem var annar tveggja ökuþóra sem lögðu rúma 100 hringi að baki í dag. Var hann á endanum 0,1 sekúndu á eftir Räikkönen.

Nico Rosberg hjá Mercedes, á umbreyttum bíl frá í fyrra, setti þriðja besta tímann og þann fjórða besta átti Mark Webber hjá Red Bull. Hann gat ekki hafið æfingar strax í morgun þar sem íhlutar í bílinn skiluðu sér ekki í tæka tíð frá bílsmiðjunni í Englandi.

Kamui Kobayashi hjá Sauber varð fyrir því er hálftími var eftir af æfingunni að bensíntankurinn tæmdist svo hann varð að leggja bílnum við brautarkant.

Jenson Button á McLaren og Felipe Massa á Ferrari létu ekki mikið til sín taka, urðu í áttunda og níunda sæti.

RöðÖkuþórBíllTímiBilHri.
1. Kimi Räikkönen Lotus 1:19.670 73
2. Paul di Resta Force India 1:19.772 +0.102 101
3. Nico Rosberg Mercedes 1:20.219 +0.549 56
4. Mark Webber Red Bull 1:20.496 +0.826 53
5. Daniel Ricciardo Toro Rosso 1:20.694 +1.024 57
6. Michael Schumacher Mercedes 1:20.794 +1.124 41
7. Kamui Kobayashi Sauber 1:21.353 +1.683 106
8. Jenson Button McLaren 1:21.530 +1.860 60
9. Felipe Massa Ferrari 1:22.815 +3.145 69
10. Heikki Kovalainen Caterham 1:23.178 +3.508 28
11. Pastor Maldonado Williams 1:23.371 +3.701 25
11. Pedro de la Rosa Hispania 1:23.676 +4.006 44
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert