Eiður harðorður í spænskum fjölmiðlum

Eiður Smári veitir eiginhandaráritanir við komu Barcelonaliðsins til Spánar í …
Eiður Smári veitir eiginhandaráritanir við komu Barcelonaliðsins til Spánar í gær. AP

Eiður Smári var síðan óvenju harðorður þegar hann ræddi við spænska fréttamenn á Camp Nou í gær. Þeim virtist nokkuð brugðið vegna harðrar gagnrýni hans á lið Barcelona og allir helstu netmiðlar Spánar birtu viðtal við hann á forsíðum sínum í gærkvöld. Hann sagði að leikmenn Barcelona hefðu ekki lagt nógu hart að sér í leiknum.

Ef allir legðu sig fram gæti ekkert lið sigrað okkur
Blaðamönnum á Camp Nou var greinilega mjög brugðið við þessi orð Eiðs Smára og báðu hann að útskýra betur sitt mál. „Þegar þú leikur gegn lélegum liðum er það kannski ekki svo mikilvægt að allir leggi sig eitt hundrað prósent fram, en gegn sterkum liðum er það annað mál. Ef við allir legðum okkur eitt hundrað prósent í leikina gæti ekkert lið sigrað okkur," sagði Eiður Smári og hélt áfram:

„Það sem kom Liverpool áfram í keppninni var að þeir léku sem lið og unnu hver fyrir annan. Þeir eru ekki með eins hæfileikaríka leikmenn og við en þeir standa saman, leika sem lið og hlaupa hver fyrir annan. Það er ekkert nauðsynlegt fyrir okkur að vera vinir utan vallar en við eigumleika sem lið og vinna saman inni á vellinum." sagði Eiður Smári við spænska fréttamenn.

Hefði viljað leika allan leikinn
Eiður Smári sagði við Morgunblaðið í gær, að hann hefði nýtti vel tækifærið sem hann fékk í leiknum og vonandi fjölgi þeim á næstunni.

„Ég hef æft mjög vel, bæði með liðinu og hef verið á séræfingum og það á vonandi eftir að skila sér. Ég er þannig byggður að ég þarf að æfa vel og sérstaklega þegar ég fæ ekki að spila mikið. Ég hefði svo sannarlega kosið að vera inni á frá fyrstu sekúndu en það er ekki mitt að ákveða það. Menn geta alltaf verið vitrir eftir á. Maður heyrir gagnrýni yfir leikkerfinu sem við lékum eftir en með þessu sama leikkerfi sundurspiluðum við Zaragoza í bikarnum á útivelli," sagði Eiður Smári, sem varð markahæsti leikmaður Barcelona í meistaradeildinni á leiktíðinni með þrjú mörk.

Nánar er rætt við hann í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert