Úrslitin í leik Dana og Svía ekki staðfest

Michael Gravgaard, varnarmaður Dana, kemur Herbert Fandel dómara til aðstoðar …
Michael Gravgaard, varnarmaður Dana, kemur Herbert Fandel dómara til aðstoðar þegar áhorfandi réðst á hann á Parken í kvöld. Reuters

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tilkynnti í kvöld að úrslitin í leik Dana og Svía í undankeppni EM yrðu ekki staðfest fyrr en aganefnd sambandsins hefði rannsakað skýrslu dómara og eftirlitsmanns. Tilkynnt var að Svíum væri dæmdur sigur, 3:0, og það kom fram á ljósatöflu leikvangsins, eftir að danskur áhorfandi réðst á Herbert Fandel dómara þegar hann dæmdi vítaspyrnu á Dani í stöðunni 3:3 á 88. mínútu.

Fandel sendi bæði liðin af velli eftir atvikið og leiknum var hætt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert