Ívar: „Ég hefði tekið sömu ákvörðun og Ólafur“

Ívar Ingimarsson leikmaður Reading.
Ívar Ingimarsson leikmaður Reading. Reuters

„ Sem þjálfari íslenska landsliðsins hefði ég tekið nákvæmlega sömu ákvörðun og Ólafur Jóhannesson,“ sagði Ívar Ingimarsson, atvinnumaður í knattspyrnu og leikmaður Reading í Englandi, við Morgunblaðið í gær. Ólafur ákvað að velja Ívar ekki í landsliðshóp sinn fyrir leikinn gegn Dönum næsta miðvikudag þar sem Ívar tilkynnti Ólafi á dögunum að hann hefði ákveðið að hætta með landsliðinu að Danaleiknum loknum.

Ívar hefur leikið alla 14 landsleiki Íslands undanfarin tvö ár og hefur ávallt verið í byrjunarliði. Hann gaf kost á sér í liðið á ný eftir nokkurt hlé þegar Eyjólfur Sverrisson tók við stjórn þess í árslok 2005 af þeim Loga Ólafssyni og Ásgeiri Sigurvinssyni. Nú liggur fyrir að leikurinn í Liechtenstein í síðasta mánuði var 30. og síðasti A-landsleikur Ívars á ferlinum. Hann sagði að ekki væri nein dramatík á bakvið þessa ákvörðun sína.

„Ég var búinn að ákveða fyrir nokkru síðan að láta gott heita með landsliðinu að þessari keppni lokinni. Ég er orðinn þrítugur og tel mig eiga nokkur góð ár eftir sem atvinnumaður en álagið í Englandi er gríðarlega mikið. Til að geta haldið áfram þar af fullum dampi, í deild þar sem maður þarf að geta sýnt nánast 100 prósent af sinni getu í hverjum einasta leik, þarf ég að hafa tíma til að hvíla mig og byggja mig upp, og til þess veitir mér ekki af þeim tíma sem annars fer í landsliðsferðirnar.

Nánar er rætt við Ívar í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert