Kristján hlakkar til

Kristján Örn Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu.
Kristján Örn Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Sigurðsson leikmaður með Brann í norsku úrvalsdeildinni segist hlakka til að mæta félögum sínum í Brann þegar Íslendingar og Norðmenn leiða saman hesta sína í undankeppni HM en þjóðirnar lentu saman í riðli þegar dregið var til undankeppninnar í gær.

Kristján Örn segir í viðtali við Adressavisen að Íslendingar og Norðmenn mæti sterkum mótherjum í riðlinum.

„Ég tel engan vafa leika á að Hollendingar eru með sterkasta liðið í riðlinum en þar á eftir koma Skotar. Norðmenn eru með þriðja besta liðið en þeir hafa þó á að skipa góðu liði sem gæti alveg blandað sér í baráttuna um efsta sætið. Við Íslendingar eigum litla möguleika en við getum þó alltaf tekið stig af stóru þjóðunum ef við náum toppleik. Það getur allt gerst. Þetta er ekki sterkasti riðillinn. Það eru margir aðrir sterkari,“ segir Kristján Örn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert