Barcelona tapaði - Eiður lék í korter og fékk gullið tækifæri til að jafna

Samuel Eto'o í baráttu við Juanito í leik Barcelona og …
Samuel Eto'o í baráttu við Juanito í leik Barcelona og Real Betis. Reuters

Barcelona tapaði í kvöld fyrir Real Betis, 3:2, í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu. Eiður Smári Guðjohnsen lék síðasta stundarfjórðunginn fyrir Barcelona og fékk gullið tækifæri til að jafna metin en hann skaut yfir markið úr góðu færi.

Það stefndi allt í öruggan sigur Barcelona því eftir 15 mínútur var staðan orðin 2:0 með mörkum frá Bojan og Samuel Eto'o. Börsungar fóru á kostum í fyrri hálfleik og voru heimamenn stálheppnir að fara til búningsherbergis í hálfleik aðeins tveimur mörkum undir.

Í síðari hálfleik var allt annað að sjá til liðsmanna Real Betis. Þeim tókst að minnka muninn með marki frá Edu á 62. mínútu og þar með tóku heimamenn völdin. Þeir fengu vítaspyrnu sem Valdes varði en mínútu síðar jafnaði Juanito metin og tveimur mínútum síðar skoraði Edu sigurmarkið.

Barcelona er því áfram fjórum stigum á eftir Real Madrid sem tekur á móti Sevilla á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert