Eiður tryggði Barcelona sigur

Leikmenn Barcelona hópast í kringum Eið og fagna sigurmarki hans …
Leikmenn Barcelona hópast í kringum Eið og fagna sigurmarki hans í kvöld. Reuters

Eiður Smári Guðjohnsen tryggði Barcelona sigur gegn Real Betis í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld, 3:2.

Samuel Eto'o kom Barcelona í 2:0 með tveimur mörkum snemma leiks og allt stefndi í öruggan sigur. En um miðjan síðari hálfleik skoruðu Luciano og José Mari og jöfnuðu óvænt metin fyrir Real Betis.

 Eiður Smári kom inná sem varamaður á 70. mínútu, þremur mínútum eftir að José Mari jafnaði metin, og aðeins tíu mínútum síðar kom hann Katalóníuliðinu yfir, 3:2. Það reyndist sigurmarkið.

Barcelona er þá komið með 7 stig eftir fjóra leiki í deildinni og hífir sig með þessum sigri upp í hóp efstu liðanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert