Ekki reiknað með að Eiður byrji í úrslitaleiknum

Eiður Smári í leik með Barcelona.
Eiður Smári í leik með Barcelona. Reuters

Barcelona og Athletic Bilbao mætast í úrslitaleik í spænsku bikarkeppninni í knattspyrnu á Mestalla vellinum í Valencia í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen er í 18 manna leikmannahópi Börsunga en spænskir fjölmiðlar reikna ekki með að hann verði í byrjunarliðinu.

Barcelona og Bilbao eru sigursælustu liðin í bikarkeppninni. Barcelona hefur unnið keppnina oftast allra eða 24 sinnum en Bilbao hefur 23 sinnum hampað bikarnum.

11 ár eru liðin frá því Börsungar lyftu bikarnum síðast en þeir geta í kvöld unnið fyrsta bikarinn af þremur sem þeir eru í baráttunni um. Barcelona er aðeins stigi frá því að verða Spánarmeistari í 19. sinn og hrifsa þar með titilinn í höndum erkifjendanna í Real Madrid sem tvö undanfarin ár hafa verið krýndir meistarar. Þá eru Börsungar komnir í úrslit í Meistaradeildinni þar sem þeir mæta Manchester United í Róm þann 27. þessa mánaðar.

Spænsku blöðin AS og El Mundo Deportivo spá því að byrjunarlið Barcelona verði þannig skipað í kvöld: Pinto - Alves, Puyol, Pique, Sylvinho - Busquet, Xavi, Keita - Eto'o, Bojan, Messi.

Í Marca er liðið nánast eins en það gerir ráð fyrir því að Toure verði í liðinu á kostnað Keita.

Iniesta, Henry, Márquez, Milito og Jorquera eru á sjúkralistanum og Abidal tekur út leikbann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert