Ólafur Jóhannesson: Jóhannes á möguleika eins og aðrir

Ólafur Jóhannesson fylgist með leik sinna manna.
Ólafur Jóhannesson fylgist með leik sinna manna. mbl.is

,,Það voru allir þeir leikmenn sem ég leitaði til sem gáfu kost á sér og ég tel þetta besta liðið sem völ er á í dag," sagði Ólafur Jóhannsson landsliðsþjálfari en hann valdi í dag landsliðshópinn fyrir leikina gegn Hollendingum í Makedóníumönnum í undankeppni HM

„Það gæti hjálpað okkur í leiknum á móti Hollendingum að þeir eru búnir að tryggja sér farseðilinn til Suður-Afríku og það gæti orðið eitthvað vanmat hjá þeim gagnvart okkur. Ég tel leikina á móti Hollendingum og Makedóníumönnum þá tvo erfiðustu í riðlinum enda tel ég þessar þjóðir þær sterkustu,“ sagði Ólafur á blaðamannafundi í dag.

Spurður hvort ekki hafi komið til greina að velja Jóhannes Karl Guðjónsson sagði Ólafur; ,,Hann var ekki valinn að þessu sinni ásamt mörgum öðrum. Það er fagnaðarefni að hann sé kominn upp í úrvalsdeildina. Það eykur flóruna fyrir okkur en Jóhannes á möguleika eins og aðrir, jafnvel Hjörtur,“ sagði Ólafur og brosti en hann átti við íþróttafréttamanninn Hjört Hjartarson leikmann Þróttar sem var blaðamannfundinum fyrir hönd RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert