Uppselt á landsleik Íslendinga og Hollendinga

Emil Hallfreðsson, Hermann Hreiðarsson og Brynjar Björn Gunnarsson eru klárir …
Emil Hallfreðsson, Hermann Hreiðarsson og Brynjar Björn Gunnarsson eru klárir í slaginn við Hollendinga á Laugardalsvelli í kvöld. Ómar Óskarsson

Uppselt er á landsleik Íslands og Hollands sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld en flautað til hans klukkan 18.45. Ljóst er því að um 10.000 áhorfendur verða á vellinum. Leikurinn er liður í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu karla.  Áhorfendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega á völlinn og sleppa þannig við biðraðir sem oft myndast stuttu fyrir leik.  Völlurinn opnar kl. 17.30 en ýmislegt verður í boði fram að leik.

Miðaafgreiðsla á Laugardalsvelli opnar kl. 12:00 og hægt er að hringja í 510 2946 til að ná sambandi við afgreiðsluna.

Boðið verður upp á andlitsmálningu fyrir leikinn, lúðrasveitin Svanur mun marsera í kringum völlinn á meðan þeir þeyta lúðra sína og skylmingamenn og konur sýna mögnuð bardagaatriði.

Áhorfendur eru hvattir til þess að mæta bláir til leiks og mynda magnaða stemningu á vellinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert