Eiður fer ekki frá Barca án staðgengils

Eiður Smári.
Eiður Smári. Reuters

Samkvæmt orðum yfirmanns knattspyrnumála Barcelona, Txiki Begiristain, mun félagið ekki láta Eið Smára Guðjohnsen frá félaginu, nema að fá annan leikmann í hans stað.

„Það kemur ekki til greina að láta Eið fara til West Ham eða annars félags, nema að annar leikmaður komi í hans stað,“ sagði Begiristain.

Framtíð Eiðs Smára er því enn á huldu, en Eiður hefur verið orðaður við fjölmörg félög í sumar, þar á meðal Ajax, en Martin Jol, stjóri Ajax, hefur borið þann orðróm til baka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert