Blikar lyfta bikarnum

Kári Ársælsson fyrirliði með bikarinn og félagar hans fagna.
Kári Ársælsson fyrirliði með bikarinn og félagar hans fagna. mbl.is/Golli

Breiðablik tók rétt í þessu við sínum fyrsta stóra bikar í fótbolta karla í sögunni á Laugardalsvelli, eftir að hafa borið sigurorð af Fram í framlengdri vítaspyrnukeppni í úrslitaleik bikarkeppninnar. Staðan var 2:2 eftir framlengingu.

Kári Ársælsson fyrirliði Breiðabliks hóf bikarinn á loft við gífurlegan fögnuð stuðningsmanna Kópavogsliðsins sem voru fjölmennir og háværir í stúkunni í dag, og áttu meirihluta þeirra tæplega 5.000 áhorfenda sem mættu á völlinn.

Breiðablik tryggði sér með þessu þriðja og síðasta sæti Íslands í Evrópudeild UEFA, og fer beint í 2. umferð keppninnar á næsta ári en KR og Fylkir, sem enduðu í 2. og 3. sæti úrvalsdeildarinnar, hefja þar keppni í 1. umferð.

Þetta er í fyrsta skipti sem Breiðablik er bikarmeistari og félagið leikur í fyrsta skipti í Evrópukeppni næsta sumar.

Leikurinn var í beinni og ítarlegri textalýsingu hér á mbl.is og viðtöl við þjálfara og leikmenn mun birtast þegar líður að kvöldi. Þá verður að sjálfsögðu vel fjallað um úrslitaleikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins á mánudag.

Með því að smella á myndirnar má sjá stærri útgáfur af þeim.

Arnar Grétarsson, reynsluboltinn í Blikaliðinu, tolleraður af félögum sínum.
Arnar Grétarsson, reynsluboltinn í Blikaliðinu, tolleraður af félögum sínum. mbl.is/Golli
Leikmenn Breiðabliks hlaupa í átt að stuðningsmönnum sínum.
Leikmenn Breiðabliks hlaupa í átt að stuðningsmönnum sínum. mbl.is/Golli
Lið Breiðabliks á verðlaunapallinum. Það er á leið í Evrópudeild …
Lið Breiðabliks á verðlaunapallinum. Það er á leið í Evrópudeild UEFA næsta sumar. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert