Víkingar komnir upp í úrvalsdeildina

Viktor Örn Guðmundsson kom Víkingi í 1:0 gegn KA.
Viktor Örn Guðmundsson kom Víkingi í 1:0 gegn KA. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Víkingur tryggði sér í dag sæti í úrvalsdeildinni að ári þegar liðið sigraði KA á Akureyri, 2:0, í 21. umferð 1. deildar karla. Á sama tíma tapaði Þór fyrir HK, 3:2, og Leiknismenn gerðu 1:1 jafntefli við Fjarðabyggð á Eskifirði. Njarðvíkingar eru fallnir úr deildinnni eftir 3:0 tap fyrir Fjölnismönnum.

Staðan í 1. deild karla.

Víkingur er með 45 stig í efsta sæti fyrir lokaumferðina og ekkert sem getur komið í veg fyrir að þeir komist upp. Leiknir hefur 43 stig og Þór 40. Vinni Þórsarar leik sinn gegn Fjarðabyggð um næstu helgi á sama tíma og Leiknir tapar fyrir Fjölni komast Þórsarar upp því markatala þeirra er mun betri en Leiknismanna.

Fjarðabyggð og Grótta eru nú jöfn með 17 stig en annað þeirra fellur með Njarðvík sem situr eftir með 12 stig. Fjarðabyggð þarf að sækja Þórsara heim en Grótta fer í heimsókn til fallinna Njarðvíkinga.

Staðan í leikjunum:

KA - Víkingur, 0:2 (leik lokið) Leikskýrsla

HK - Þór, 3:2 (leik lokið) Leikskýrsla

Fjarðabyggð - Leiknir, 1:1 (leik lokið) Leikskýrsla

ÍR - ÍA, 0:3 (leik lokið)

Grótta - Þróttur, 2:3 (leik lokið) Leikskýrsla

Fjölnir - Njarðvík 3:0 (leik lokið)

Bein lýsing:

15:55: Leik Fjarðabyggðar og Leiknis er lokið á Eskifirði. Úrslitin, 1:1. Leiknir getur því ekki fagnað sæti í úrvalsdeildinni strax.

15:55 Leik HK og Þórs er lokið með sigri HK 3:2. 

15:50 Leiknum á Akureyri er lokið með 2:0 sigri Víkinga. Þeir eru á leið upp í úrvalsdeildina.

15:50 Garðar Guðnason var að laga stöðuna enn frekar fyrir Gróttu. Staðan nú á Nesinu, 3:2.

15:45 Grótta var að minnka muninn gegn Þrótti. Elvar Freyr Arnþórsson skoraði markið úr vítaspyrnu.

15:45 Fjarðabyggð var að jafna metin gegn Leiknismönnum á Eskifirði. Hilmar Bjartþórsson skoraði markið.

15:44 HK er komið í 3:2 gegn Þór. Leifur Andri Leifsson skoraði markið úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Aaron Palomares var felldur.

15:44 Þróttarar eru komnir í 3:0 á Nesinu. Muamer Sadikovic skoraði markið.

15:43
Marteinn Briem er að innsigla sigur Víkinga. Hann var að koma Víkingi í 2:0 gegn KA.

15:43 Guðmundur Karl Guðmundsson fékk gullið tækifæri til að skora þrennuna fyrir Fjölni en markvörður Njarðvíkinga varði vítaspyrnu hans.

15:25 Fjölnismenn eru að senda Njarðvíkinga niður í 2. deild. Guðmundur Karl Guðmundsson var að skora sitt annað mark og koma Grafarvogsliðinu í 3:0.

15:20 Skagamenn eru að valta yfir ÍR-inga. Andri Júlíusson var að koma þeim í 3:0.

15:18 Þórsarar voru að jafna metin, 2:2, á móti HK. Aftur var það Kristján Steinn Magnússon sem skoraði en hann stýrði sendingu frá Jóhanni Helga Hannessyni í netið.

14:48 HK-ingar hafa náð forystunni á nýjan leik gegn Þór. Staðan er, 2:1. Atli Valsson skoraði markið af harðfylgi og boltinn lak yfir marklínuna. Eru Þórsarar af missa af úrvalsdeildarsætinu?

14:45 Ágúst Þór Ágústsson var að koma Fjölnismönnum í 2:0 gegn Njarðvíkingum. Markið skoraði Ágúst úr aukaspyrnu sem dæmd var á Ben Ryan Long og var honum í kjölfarið vikið af velli. Staða Njarðvíkinga er þar með orðin ansi erfið og flest bendir til þess að liðið falli.

14:44 Gary Martin er búinn að skora sitt annað mark og koma Akurnesingum í 2:0 gegn ÍR-ingum í Mjóddinni.

14:44 Þróttar voru að komast í 2:0 gegn Gróttu á Seltjarnarnesi. Reynsluboltinn Ingvar Ólason skoraði markið af stuttu færi eftir barning í teignum.

14:40 Þróttarar eru komnir yfir á Nesinu. Eftir klafs í teignum náði Ingvi Sveinsson að koma gestunum yfir.

14:27 Kristján Steinn Magnússon var að jafna metin fyrir Þór gegn HK. Ögmundur Ólafsson varði skot frá Ármanni Pétri Ævarssyni en Kristján fylgdi vel á eftir og skoraði með föstu skoti.

14:21 HK er komið yfir á móti Þór. Bjarki Már Sigvaldason lagði boltann upp í hornið með vinstri fæti. Glæsilegt mark. Eins og staðan er núna eru Víkingur og Leiknir upp í úrvalsdeildina.

14:27 Gróttumenn fá vítaspyrnu en Haraldur Björnsson markvörður Þróttara gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Viggó Kristjánssonar.

14:18 Leiknismenn voru að skora á Eskifirði gegn Fjarðabyggð og skoraði Kristján Páll Jónsson markið. Hann fékk stungusendingu innfyrir vörnina og skoraði af öryggi.

14:14 Fjölnir var að skora gegn Njarðvík og skoraði Guðmundur Karl Guðmundsson markið með glæslegu skoti.

14:13 Víkingur er kominn yfir gegn K. Viktor Örn Guðmundsson skoraði mark Víkinga sem hafa sótt grimmt fyrstu mínútur leiksins.

14:03 Englendingurinn Gary Martin skoraði fyrsta mark leiksins þegar hann kom ÍA yfir á móti ÍR í Breiðholtinu.

14.00 Flautað til leiks í leikjunum sex. Á Kópavogsvelli er Ásgrímur Albertsson fyrirliði HK heiðraður í upphafi leiks. Hann setur nýtt leikjamet í dag, spilar 233. leikinn fyrir HK og slær met landsliðsmarkvarðarins Gunnleifs Gunnleifssonar sem er með 232 leiki fyrir Kópavogsfélagið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert