Óvissa með Birki í Stavanger

Birkir Bjarnason í landsleik.
Birkir Bjarnason í landsleik. mbl.is/Eggert

Åge Hareide, þjálfari norska knattspyrnuliðsins Viking frá Stavanger, segir að það allsendis óvíst að íslenska landsliðsmanninum Birki Bjarnasyni verði boðinn nýr samningur. Núgildandi samningur Birkis  við félagið er útrunninn en hann hefur leikið með aðalliði Viking í sex ár, frá 17 ára aldri.

Birkir vildi losna frá Viking í sumar og hafnaði þá  boði um nýjan samning. Samkvæmt TV2 hafa nú málin snúist á þann veg að Hareide sé farinn að skipuleggja sitt lið án þess að vera með Íslendinginn á teikniborðinu hjá sér.

„Við höfum ekki verið í formlegu sambandi við Birki eða umboðsmanninn hans. Við höfum heldur ekki tekið ákvörðun um hvort honum verið boðinn nýr samningur. Ef við síðan göngum frá samningi við annan leikmann í hans stöðu munu dyrnar lokast á hann," segir Hareide við TV2.

Birkir var fámáll þegar TV2 leitaði eftir viðbrögðum frá honum og vísaði á umboðsmanninn sinn: „Það hefði vissulega verið fínt að  vera kominn með hlutina á hreint, en þú verður að ræða þetta frekar við Jim Solbakken," sagði Birkir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert