„Lítið og huggulegt félag“

Stefán Gíslason er kominn til Belgíu.
Stefán Gíslason er kominn til Belgíu. mbl.is/Ómar

Knattspyrnumaðurinn Stefán Gíslason er orðinn leikmaður belgíska liðsins OH Leuven. Stefán skrifaði undir eins og hálfs árs samning við nýliðana með möguleika á að bæta einu ári við samninginn.

„Mér líst bara vel á þetta og er mjög ánægður að vera búinn að fá þessi mál á hreint. Þetta er lítið og huggulegt félag. Mér líst vel á þjálfarann og leikmennina og það er ekki út af neinu að kvarta hvað umgjörðina varðar þó svo að völlurinn sé kominn nokkuð til ára sinna. Það virðist vera mikill metnaður til staðar. Ég hafði aldrei heyrt um þetta lið áður en það setti sig í samband við mig,“ sagði Stefán við Morgunblaðið í gær en lið OH Leuven er frá Heverlee, úthverfi borgarinnar Leuven, sem er rétt fyrir utan Brussel og var stofnað árið 2002 þegar nágrannaliðin Oud-Heverlee og Leuven voru sameinuð.

Nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert