Eyjólfur: Vilja sýna sig og sanna

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari 21-árs landsliðsins í knattspyrnu, er á leið til Aserbaídsjan með sína stráka en þeir spila þar í Evrópukeppninni 29. febrúar. Eyjólfur sagði við mbl.is að hann reiknaði með erfiðum leik.

Aserar hefðu verið erfiðir heim að sækja og t.d. gert 2:2 jafntefli við Belga. Það yrði hinsvegar spilað til sigurs. Allir væru heilir og verkefnið spennandi.

Íslenska liðið á ekki mikla möguleika á að komast áfram úr riðlinum að þessu sinni eftir að hafa farið í úrslitin á EM í síðustu keppni. Eyjólfur sagði ljóst að það yrði erfitt að fylgja því eftir en markmiðið í bili væri að vinna leikinn í Bakú og sjá svo til hvernig staðan væri. Strákarnir vildu sýna sig og sanna og horfðu til þess að komast síðan í A-landsliðið.

Eyjólfur sagði að góð samvinna væri að mótast við Lars Lagerbäck, nýráðinn þjálfara A-landsliðsins. Liðin myndu beita sömu leikaðferð, 4-4-2, og margt annað yrði samræmt á milli A-liðsins og 21-árs liðsins.

Eyjólfur valdi 19 leikmenn til ferðarinnar og þeir eru eftirtaldir:

Markverðir:
Arnar Darri Pétursson, SönderjyskE
Ásgeir Þór Magnússon, Val
Árni Snær Ólafsson, ÍA

Varnarmenn:
Hólmar Örn Eyjólfsson, Bochum
Finnur Orri Margeirsson, Breiðabliki
Jóhann Laxdal, Stjörnunni
Eiður Aron Sigurbjörnsson, Örebro
Brynjar Gauti Guðjónsson, ÍBV
Hörður Björgvin Magnússon, Juventus

Miðjumenn:
Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV
Björn Daníel Sverrisson, FH
Dofri Snorrason, KR
Guðmundur Þórarinsson, ÍBV
Jón Daði Böðvarsson, Selfossi
Egill Jónsson, KR

Sóknarmenn:
Kristinn Steindórsson, Halmstad
Aron Jóhannsson, AGF
Björn Bergmann Sigurðarson, Lilleström
Þorsteinn Már Ragnarsson, KR

Guðlaugur Victor Pálsson fékk frí frá þessu verkefni en hann er á undirbúningstímabili með nýju liði, New York Red Bulls.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert