Það var ekki hægt að segja nei

Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. mbl.is/Eggert

Hlutirnir eru oft fljótir að breytast í fótboltanum og það sannaðist enn og aftur í gær þegar landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason gekk í raðir hollenska úrvalsdeildarliðsins Heerenveen og skrifaði undir þriggja ára samning.

Alfreð, sem hefur farið á kostum með sænska meistaraliðinu Helsingborg þar sem hann hefur skorað 12 mörk í 17 leikjum, hafði náð munnlegu samkomulagi við Helsinborg um þriggja ára samning en hann hefur leikið með liðinu sem lánsmaður frá Lokeren í Belgíu.

„Ég er gríðarlega ánægður með þessa niðurstöðu. Það hefur lengi verið markmið hjá mér að spila í Hollandi og nú er það að verða að veruleika. Ég var búinn að ákveða að vera áfram hjá Helsingborg. Liðið náði hins vegar ekki samkomulagi við Lokeren og þar með kom Heerenveen inn í myndina. Þegar lið á borð við þetta vill fá þig var ekki hægt að segja nei. Ég átti frábæran tíma með Helsingborg en nú tekur við ný og spennandi áskorun,“ sagði Alfreð við Morgunblaðið skömmu eftir að gengið frá samningi við Heerenveen.

Sjá viðtalið við Alfreð í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert