Óhapp fyrir fyrsta leik

Aron Elís Þrándarson.
Aron Elís Þrándarson.

Aron Elís Þrándarson bíður enn eftir því að spila sinn fyrsta leik með Aalesund í norsku úrvalsdeildinni en hann hefur ekkert komið við sögu í fyrstu níu leikjum liðsins í deildinni. Um er að kenna meiðslum sem hann hlaut nokkrum dögum áður en flautað var til leiks í norsku deildinni.

„Svona er boltinn stundum. Ég var búinn að æfa eins og skepna á undirbúningstímabilinu og ekki búinn að missa úr æfingu þegar ég meiddist þremur dögum fyrir fyrsta leikinn. Ég lenti í því óhappi að það kom slinkur á hnéð og það er búið að taka sinn tíma að ná sér af þessum meiðslum. Það teygðist á liðbandinu en sem betur fer var þetta ekki alvarlegt. Það hefur hins vegar tekið sinn tíma að fá sig góðan en nú er þetta allt að koma,“ sagði Aron Elís í samtali við Morgunblaðið í gær.

Hrikalega svekkjandi

Þessi tvítugi miðju- og sóknarmaður sló í gegn með Víkingi í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð og í byrjun október skrifaði hann undir sinn fyrsta atvinnumannasamning þegar hann samdi við norska liðið Aalesund til þriggja ára.

„Það er stefnan núna ef allt gengur að óskum að ég verði í leikmannahópnum þegar við mætum Viking í næsta leik. Vonandi gengur það bara eftir. Það var hrikalega svekkjandi að meiðast á þessum tímapunkti.“

Sjá viðtalið við Aron í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert