Guðbjörg og félagar unnu í dag

Guðbjörg Gunnarsdóttir átti góðan leik með LSK Kvinner í sigri …
Guðbjörg Gunnarsdóttir átti góðan leik með LSK Kvinner í sigri liðsins gegn Arna-Björnar í dag. mbl.is / Ómar Óskarsson

Landsliðsmarkvörðurinn hélt marki sínu hreinu þegar LSK Kvinner styrkti stöðu sína á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu kvenna með 1:0 sigri á Arna-Björnar í dag. LSK kvinner er með sex stiga forystu á toppi deildarinnar eftir sigurinn í dag, en liðið er með 24 stig eftir níu leiki.  

„Leikurinn í dag var opinn og skemmtilegur og mörg færi á báða bóga. Það var mjög sterkt að ná að halda markinu hreinu og þetta var einn besti leikurinn sem að ég hef spilað fyrir félagið að mínu mati.“ sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir í samtali við mbl.is. 

Það var Emilee Haavi sem tryggði LSK Kvinner sigur með marki sínu á 53. mínútu leiksins. Mörkin hefðu getað verið mun fleiri í leiknum í dag, en Guðbjörg sá til þess að LSK Kvinner fengi öll stigin þrjú sem í boði voru. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert