Verða krýndir meistarar

Frá minningarathöfn sem haldin var í gær.
Frá minningarathöfn sem haldin var í gær. AFP

Brasilíska liðið Chapecoense, sem átti að leika til úrslita í Copa Su­da­mericana, næst­stærstu keppni fé­lagsliða í Suður-Am­er­íku, verður krýnt meistari í keppninni.

Eins og komið hefur fram áður var liðið í flugvélinni sem fórst í skammt frá borg­inni Medellín í Kól­umb­íu aðfaranótt þriðjudags. Chapecoense var á leið í fyrri úrslitaleikinn í Copa Sudamericana.

Suður-Am­er­íska knatt­spyrnu­sam­bandið hefur nú tilkynnt að Chapecoense verði krýndir meistarar. 

22 leikmenn Chapecoen­se voru í flugvélinni en þrír þeirra, vara­markvörður­inn Jak­son Ragn­ar Full­mann, 24 ára, varn­ar­maður­inn Helio Neto sem er 31 árs, og miðjumaður­inn Alan Ruschel, 27 ára, en all­ir hinir létu lífið.

Chapecoense átti að mæta Atlético Nacional frá Kól­umb­íu í úrslitaleikjum Copa Sudamericana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert