Maradona kallaði Trump strengjabrúðu

Diego Maradona.
Diego Maradona. AFP

Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona má ekki ferðast til Bandaríkjanna eftir að hann móðgaði Donald Trump, forseta landsins. Maradona kallaði Trump strengjabrúðu í viðtali á dögunum.

„Ég bað Diego sérstaklega um að tala ekki um Bandaríkin og önnur spurningin í viðtalinu var um Donald Trump. Hann sagði að Trump væri strengjabrúða og þess vegna þarf ég að fara fyrir hans hönd til Miami," sagði Matias Morla, lögfræðingur Maradona um málið. 

Maradona, sem nú er knattspyrnustjóri Al-Fujairah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, átti að mæta í dómsal í Miami vegna deilna við fyrrum eiginkonu sína, Claudia Villafane. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Maradona lendir í vandræðum tengt Bandaríkjunum því honum var bannað að koma í landið eftir að hann féll á lyfjaprófi á HM þar í landi árið 1994. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert