Babb í bátinn í undirbúningi Kára fyrir ÓL

Kári Steinn Karlsson.
Kári Steinn Karlsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kári Steinn Karlsson, maraþonhlaupari úr Breiðabliki, hélt í gær áleiðis til Suður-Afríku þar sem hann mun dvelja í þrjár vikur í æfingabúðum. Eins og fram kom í Morgunblaðinu fyrr í vetur hafði Kári Steinn áætlað að taka þátt í maraþonhlaupi í Miami í lok janúar en þau áform hafa nú breyst.

„Ég hætti við að hlaupa í Miami vegna þess að mér fannst of stuttur tími líða á milli æfingabúðanna og maraþonsins í Miami. Ég ákvað þess í stað að velja frekar Sevilla-maraþonið sem fram fer í febrúar,“ sagði Kári þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær en hann ætlar að hlaupa eitt maraþon áður en hann keppir í greininni á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar.

Sjá lengra viðtal við Kára Stein í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert