Uppgjör Fram og KR í Kórnum

Úr leik í Lengjubikarnum.
Úr leik í Lengjubikarnum. mbl.is/Eggert

Fram fær í dag tækifæri til að vinna deildabikar karla í knattspyrnu í fyrsta skipti. Þá mætast gömlu keppinautarnir úr Reykjavík í sínum öðrum úrslitaleik á þessu ári og spila um Lengjubikarinn í Kórnum í Kópavogi en viðureign þeirra hefst klukkan 16.

Fram burstaði KR, 5:0, í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í vetur, og hafði líka betur í fyrri viðureign liðanna í mótinu, sem og í riðlakeppni Lengjubikarsins. Framarar hafa því lagt ríkjandi Íslands- og bikarmeistara þrisvar í röð á þessu ári.

Úrslitaleikur þeirra í Reykjavíkurmótinu var heldur betur sögulegur því Steven Lennon, skoski framherjinn hjá Safamýrarliðinu, skoraði öll fimm mörkin og lék vörn KR oft grátt.

KR-ingar hyggja eflaust á hefndir í dag, enda hafa þeir smám saman púslað sínu liði saman undanfarnar vikur. Framarar hafa hinsvegar verið á óslitinni sigurgöngu, unnu á dögum tíunda leik sinn í röð í vetrarmótunum.

Þeir hafa aldrei hreppt deildabikarinn í sextán ára sögu keppninnar og aðeins einu sinni leikið til úrslita. KR hefur hinsvegar unnið keppnina fjórum sinnum og aðeins einu sinni tapað úrslitaleik hennar. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert