Guðrún Marín: Þetta var mjög sárt

Guðrún Marín Viðarsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í íshokkíi, var sársvekkt eftir 3:0-ósigur gegn Spáni í kvöld í 2. deild heimsmeistaramótsins. Ósigurinn þýðir það að draumur liðsins um að ná verðlaunasæti er að engu orðinn.

„Þetta var mjög sárt. Okkur langaði sérstaklega að vinna þetta lið því þær hafa unnið okkur síðustu tvö ár svo þetta var mjög sárt,“ sagði Guðrún við mbl.is. Það vantar ekki baráttuna í liðið þrátt fyrir ósigur í síðustu þremur leikjum en það hefur gengið illa að skora.

„Eins og við höfum sýnt í síðustu leikjum þá fáum við ekki mörg mörk á okkur. Það vantar að klára færin og í baráttuna fyrir framan markið,“ sagði Guðrún Marín við mbl.is, en nánar er rætt við hana í meðfylgjandi myndskeiði þar sem hún segir meðal annars að liðið ætli sér ekkert annað en sigur gegn Belgíu í lokaleiknum á sunnudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert