Auða plássið minnkar

Jónas Breki Magnússon og Andri Már Helgason með lukkugripinn sem …
Jónas Breki Magnússon og Andri Már Helgason með lukkugripinn sem nafni Belgíu verður nú bætt á. mbl.is/Sindri

Ísland kom sér í gær í dauðafæri til að ná sínum besta árangri frá upphafi og landa silfurverðlaunum í A-riðli 2. deildar HM í íshokkíi karla hér í Serbíu.

Strákarnir okkar hafa brotið niður hvern múrinn á fætur öðrum síðustu ár og í gær unnu þeir eitt sterkasta lið riðilsins, Belgíu, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir 4:1-tap fyrir ári var það Ísland sem vann þriggja marka sigur í gær, 6:3.

Þar með bætist nafn á lukkugrip landsliðsins. Jónas Breki Magnússon, hinn óviðjafnanlegi baráttuhundur og gullsmiður, á heiðurinn af gripnum en um er að ræða hlífðargler sem brotnaði af hjálmi hans í leik gegn Kína 2010. Þar tókst Íslandi í fyrsta sinn að leggja Kína að velli, og síðan þá hefur verið kvittað á hjálminn í hvert skipti sem Ísland vinnur einhverja þjóð í fyrsta sinn.

Eftir frægðarfarir síðustu ár, þar sem liðið hefur unnið Búlgaríu 2011, Serbíu 2012, og bæði Spán og Ástralíu í fyrra, er auða plássið á glerinu orðið ansi lítið en Breki verður vísast ekki í vandræðum með að leysa það vandamál. Glerið fær að hanga uppi við dyrnar að búningsklefa Íslands hér í Belgrad, og leikmönnum er uppálagt að sækja sér lukku með því að snerta það áður en þeir ganga út á svellið. Þess ber að geta að það misfórst fyrir leikinn gegn Eistlandi, sem enn er bið á að Ísland vinni!

Sjá allt um sigur Íslendinga á Belgum á HM í Morgunblaðinu í dag

Frá viðureign Íslendinga og Belga í gær.
Frá viðureign Íslendinga og Belga í gær. IIHF
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert