Handarbrotnaði McGregor í rothögginu?

Conor McGregor
Conor McGregor AFP

Erlendir fjölmiðlar fjalla um að Conor McGregor, æfingafélagi Gunnars Nelson, sé mögulega úlnliðsbrotinn þrátt fyrir að hafa sigrað andstæðing sinn, Jose Aldo, á aðeins 13 sekúndum í UFC í Las Vegas um síðustu helgi. 

Keppendur þurfa að gangast undir læknisskoðun að keppni lokinni og McGregor var sendur í röntgen-myndatöku. Sé hann úlnliðsbrotinn þá gæti það dregið dilk á eftir sér. Þá gæti farið svo að McGregor fái ekki að berjast í hálft ár.

Skipuleggjendur UFC gefa út lista yfir þá sem ekki mega berjast um sinn vegna meiðsla. Samkvæmt erlendum fjölmiðlum er McGregor á þeim lista. Staðfesti myndataka að hann sé úlnliðsbrotinn fer hann sjálfkrafa í hálfs árs bann vegna meiðsla, í það minnsta hjá Íþróttasambandi Nevadaríkis. Hann gæti þó mögulega snúið fyrr til keppni ef læknir úrskurðar að hann hafi heilsu til. 

McGregor var með áætlanir á prjónunum um að færa sig upp um þyngdarflokk úr fjaðurvigtinni og berjast næst í mars eða apríl. Þær áætlanir gætu verið í hættu. 

Sjúkralisti UFC 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert