Íþróttir hafa reynst himnasending

Ísland vann magnaðan sigur á Ítalíu í síðustu viku.
Ísland vann magnaðan sigur á Ítalíu í síðustu viku. mbl.is/Árni Sæberg

Kraftur íþróttanna er ótrúlegur. Allir hápunktar undirritaðs síðustu daga hafa tengst íþróttum. Á meðan við glímum við breytta heimsmynd og ógnir úr austri hafa íþróttir reynst himnasending.

Eins og eflaust flestir hefur bakvörður dagsins átt erfitt með að einbeita sér að öðru en ástandinu í Úkraínu síðustu vikuna. Að geta slökkt á áhyggjunum og sokkið djúpt inn í galdraheim íþróttanna er nauðsynlegt.

Að sjá íslenska landsliðið í körfubolta vinna stórkostlegan 107:105-sigur á Ítalíu síðasta fimmtudag eftir erfiðan dag var afar mikilvægt fyrir sálina. Þegar skammdegi, snjókoma, Covid og stríð reyna að ná manni niður geta sigrar á íþróttavellinum, sem í stóra samhenginu eru ekki mjög mikilvægir, reynst ómetanlegir.

Bakvörð Jóhanns má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert