Ver Sóley Evrópumeistaratitilinn?

Sóley Margrét er ríkjandi Evrópumeistari í +84 kg flokki
Sóley Margrét er ríkjandi Evrópumeistari í +84 kg flokki Ljósmynd/IPF

Evrópumeistaramótið í kraftlyftingum með búnaði fer fram í Hamm í Lúxembúrg dagana 7.-12. maí. Þrír íslenskir keppendur taka þátt, þau Sóley Margrét Jónsdóttir, Alex Cambrey Orrason og Guðfinnur Snær Magnússon.

Alex Cambray Orrason keppir í -93 kg flokki og er að mæta á sitt fimmta Evrópumeistaramót en á síðasta ári náði hann fimmta sætinu á EM. Alex keppir laugardaginn 11. maí kl. 12:30 að íslenskum tíma.

Sóley Margrét Jónsdóttir, sem keppir í +84 kg flokki, á nokkur alþjóðamót að baki. Hún náði þeim frábæra árangri að verða Evrópumeistari á síðasta ári og mun án efa gera harða atlögu að titlinum í ár. Sóley keppir sunnudaginn 12. maí kl. 08:00.

Guðfinnur Snær Magnússon, sem keppir í +120 kg flokki, er að keppa á sínu þriðja EM í opnum flokki en hann varð Vestur-Evrópumeistari í kraftlyftingum árið 2023. Guðfinnur keppir sunnudaginn 12. maí kl. 12:30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert