Ekki kemur til greina að draga kvennalið ÍBV úr keppni

Aðalstjórn ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ekki komi til greina að handknattleiksliði ÍBV kvenna verði dregið úr keppni á yfirstandandi Íslandsmóti.

Fram kemur á fréttvefnum suðurland.is að í tilefni frétta af handknattleiksliði ÍBV kvenna, þess efnis að liðið muni hugsanlega draga sig úr keppni á yfirstandandi íslandsmóti, sendir aðalstjórn ÍBV íþróttafélags frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:

„Ekki kemur til greina af hálfu ÍBV að draga liðið úr keppni á yfirstandandi Íslandsmóti. Stjórn félagsins leikmenn, þjálfarar og allir stuðningsmenn ÍBV nær og fjær eru einhuga um að þjappa sér saman og yfirstíga þá erfiðleika, sem við er að etja.“

„Aðalstjórn ÍBV hvetur stuðningsmenn félagsins alls staðar á landinu til að fjölmenna á leiki liðsins og sýna þannig stuðning í verki.„

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert