Frakkar fyrstir í undanúrslitin

Jeróme Fernandez skýtur að þýska markinu en Torsten Jansen reynir …
Jeróme Fernandez skýtur að þýska markinu en Torsten Jansen reynir að stöðva hann. Reuters

Evrópumeistarar Frakka urðu í kvöld fyrstir til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í handknattleik þegar þeir unnu heimsmeistara Þýskalands, 26:23, í Þrándheimi.

Frakkar eru með fullt hús stiga, átta, eftir fjóra leiki í milliriðli 2. Baráttan um annað sætið í undanúrslitunum er hörð, Svíar eru með 5 stig, Þjóðverjar 4, Ungverjar 3, Spánverjar 2 en Íslendingar ekkert stig. Ungverjar mæta Íslendingum klukkan 19.15 og ættu góða möguleika fyrir lokaumferðina með sigri í þeim leik.

Staðan í hálfleik var 11:10, Frökkum í hag og þeir voru sterkari á lokasprettinum eftir að Þjóðverjar höfðu náð að jafna, 21:21. Þeir náðu þriggja marka forskoti sem þeir þýsku réðu ekki við.

Nikola Karabatic skoraði 8 mörk fyrir Frakka, Jeróme Fernandez 7 og Daniel Narcisse 5 en þessir þrír skutu þýska liðið í kaf. Þeir Michael Kraus, Florian Kehrmann og Torsten Jansen gerðu 5 mörk hver fyrir Þjóðverja.

Leikskýrslan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert